Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur útskýrt af hverju fyrirliði liðsins Reece James spilaði aðeins einn hálfleik í sigri á Morecambe í gær.
Um var að ræða leik í enska bikarnum en Chelsea vann öruggan 5-0 sigur þar sem fjögur mörk voru skoruð í seinni hálfleik.
James sem og Romeo Lavia voru teknir af velli í hálfleik sem vakti nokkra athygli en Maresca staðfestir að þeir séu ekki meiddir á ný og að hugmyndin hafi verið að spila þeim í einn hálfleik.
,,Varðandi hann og Romeo Lavia þá var þetta bara til að vernda þá. Hugmyndin var að þeir myndu spila 45 mínútur,“ sagði Maresca.
,,Vonandi er þetta byrjunin og að við getum komið þeim í gang svo þeir geti hjálpað okkur seinni hluta tímabilsins.“
,,Sérstaklega með Reece þá þurfum við að fara varlega. Góðu fréttirnar eru þær að þeir spiluðu 45 mínútur.“