Tottenham er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins en liðið spilaði við Tamworth í dag.
Tamworth fékk heimaleik gegn Tottenham og stóð fyrir sínu en liðið komst alla leið í framlengingu.
Tamworth er í fimmtu efstu deild en venjulegum leiktíma lauk með markalausu jafntefli.
Tottenham skoraði þó þrjú mörk í framlengingunni en Dejan Kulusevski og Brennan Johnson komust báðir á blað.
Fyrsta markið var sjálfsmark frá leikmanni Tamworth en lokatölur, 3-0.