Markus Krosche, stjóri Frankfurt, hefur í raun staðfest það að Manchester City sé í viðræðum við sóknarmanninn Omar Marmoush.
Marmoush hefur síðustu daga verið mikið orðaður við City en hann var einnig á óskalista Liverpool.
Talið er að City sé að tryggja sér þjónustu leikmannsins sem hefur spilað virkilega vel á þessu tímabili.
,,Eitt félag hefur haft samband við okkur. Þeir hafa áhuga. Við vonum að hann verði áfram,“ sagði Korsche.
City þarf að borga góða upphæð fyrir egypska sóknarmanninn eða um 70 milljónir punda.