Strákur að nafni Rio Ngumoha setti met í gær er Liverpool spilaði við Accrington Stanley í FA bikarnum.
Um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann sem er 16 ára gamall en hann var í byrjunarliðinu í 4-0 sigri.
Ngumoha er uppalinn hjá Chelsea en gekk í raðir Liverpool á síðasta ári og var að leika sinn fyrsta leik.
Hann er nú yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að byrja leik og þá sá yngsti til að spila í FA bikarnum.
Strákurinn er 16 ára og 135 daga gamall en hann spilaði 71 mínútu í ansi þægilegum og öruggum sigri.