Jack Grealish skoraði loksins mark í knattspyrnuleik en hann komst á blað í sigri Manchester City í gær.
Grealish skoraði úr vítaspyrnu í 8-0 sigri City gegn Salford en leikið var í enska bikarnum.
Enski landsliðsmaðurinn hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur og var heldur ekki heillandi undir lok síðasta tímabils.
Grealish var að skora sitt fyrsta mark í 392 daga en hann gerði síðasta mark sitt í desember 2023.
Vonandi fyrir City hjálpar þetta sjálfstrausti leikmannsins sem er þó talinn vera til sölu í janúarglugganum.