Antony, leikmaður Manchester United, ætlar í mál við hollenska félagið Ajax þar sem hann lék í nokkur ár.
Frá þessu greinir Algemeen Dagblad í Hollandi en Antony hefur leikið á Englandi undanfarin þrjú ár.
Ástæðan er sú að Ajax sektaði Antony mikið árið 2022 er hann reyndi að komast burt frá félaginu og er talinn hafa misst af æfingum og einum deildarleik í mótmælum.
Ajax vildi fá yfir 80 milljónir punda fyrir leikmanninn og tók það dágóðan tíma fyrir skiptin að ganga í gegn en þau voru staðfest í ágúst 2022.
Antony segir að Ajax skuldi sér mörghundruð þúsund evrur í laun sem hann fékk ekki borguð áður en hann færði sig til Manchester.
Ajax refsaði leikmanninum fyrir hegðun utan vallar en mögulegt er að hollenska félagið hafi þar brotið reglur.
Antony vill fá launin sín sem hann á inni borguð og hefur allan tímann neitað að borga sektirnar fyrrnefndu.