Liverpool er að horfa til Ítalíu í leit að nýjum miðverði en frá þessu greina bæði ítalskir og hollenskir fjölmiðlar.
Um er að ræða varnarmanninn Sam Beukema sem er 26 ára gamall og leikur með liði Bologna í Serie A.
Beukema er mögulega fáanlegur fyrir rétta upphæð í janúar en meiri líkur eru á að hann færi sig um set næsta sumar.
Arne Slot, stjóri Liverpool, þekkir leikmanninn vel en þeir unnu saman hjá AZ Almaar á sínum tíma þar sem miðvörðurinn lék í tvö ár.
Bologna keypti Beukema fyrir 10 milljónir evra árið 2023 og hefur hann spilað stórt hlutverk í liðinu síðan þá.