Það er óvænt ástæða fyrir því að Kyle Walker var ekki valinn í leikmannahóp Manchester City í gær.
Þetta segir blamaðurinn Paul Hurst sem starfar fyrir Times en City lék við Salford í enska bikarnum í gærkvöldi og vann 8-0 sigur.
Walker hefur verið sterklega orðaður við brottför undanfarna daga en lið í Sádi Arabíu sýna honum mikinn áhuga.
Samkvæmt Hurst var ‘taktísk’ ákvörðun tekin um að velja Walker ekki í hóp en að hann sé heill heilsu og er leikfær.
Flestar stjörnur City voru í leikmannahópnum í gær eða menn á borð við Erling Haaland, Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ederson og Bernardo Silva.
Þetta ýtir mikið undir þær sögusagnir að Walker sé í raun á förum en bakvörðurinn ku hafa mikinn áhuga á því að færa sig til Sádi.