Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður á handbolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Bjarki er mikill fótboltaunnandi og fór hann á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Sá hann sína menn í Liverpool til að mynda vinna Tottenham 3-6 en daginn áður skellti hann sér á heimavöll Crystal Palace, Selhurst Park.
„Ég fór á Palace-Arsenal, sem fór 1-5, og var við hliðina á borðanum sem skilur að stuðningsmenn heima- og gestaliðsins. Ég fer ekki aftur í hitt, nema ég sé með einhverjum grjóthörðum stuðningsmönnum,“ sagði Bjarki, sem heillaðist af stemningunni á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.
„Ég horfði yfir á Arsenal-stuðningsmennina og þeir settust ekki niður einu sinni. Mér finnst gaman að hafa gaman svo ég fer ekki aftur nema í eitthvað svona.“
Umræðan í heild er í spilaranum.