Benoný Breki Andrésson spilaði sinn fyrsta leik fyrir lið Stockport County á Englandi í dag.
Framherjinn kom til enska félagsins undir lok síðasta árs en hann hafði raðað inn mörkum með KR í efstu deild.
Hann fékk loksins tækifæri í dag er Stockport mætti Crystal Palace en spilað var í enska bikarnum.
Benoný spilaði rúmlega 15 mínútur í þessum leik en hann tapaðist með einu marki gegn engu.
Newcastle vann Bromley 3-1 og Ipswich lagði þá lið Bristol Rovers sannfærandi, 3-0.