Undrabarnið Jobe Bellingham er talinn ætla að hafna stórliðum á borð við Manchester United, Arsenal og Tottenham sem hafa mikinn áhuga á leikmanninum.
Frá þessu greina enskir miðlar en Bellingham er á mála hjá Sunderland og spilar reglulega í næst efstu deild Englands.
Jobe er að sjálfsögðu bróðir Jude Bellingham sem fór til Borussia Dortmund og síðar til Real Madrid.
Jobe ku hafa áhuga á að gera það sama og bróðir sinn en hann telur að spilatíminn yrði mun meiri erlendis en í stórliðum í úrvalsdeildinni.
Jude hefur verið frábær fyrir Real og var frábær fyrir Dortmund en bróðir hans er talinn vera jafnvel efnilegri.