Joshua Zirkzee hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United í janúar en frá þessu greinir blaðamðurinn Florian Plettenberg.
Plettenberg er ansi virtur blaðamaður en hann starfar fyrir Sky Sports í Þýskalandi.
Zirkzee hefur sterklega verið orðaður við brottför frá United undanfarnar vikur og þá við endurkomu til Ítalíu.
Juventus hefur áhuga á leikmanninum en Thiago Motta er stjóri liðsins og vann með Hollendingnum hjá Bologna í fyrra.
Plettenberg segir að Zirkzee sé búinn að íhuga eigin stöðu og að hann ætli að halda sig í Manchester allavega út tímabilið.