Khvicha Kvaratskhelia er sennilega á förum frá Napoli, en hann hefur beðið um að fá að fara frá Napoli eins fljótt og auðið er.
Antonio Conte, stjóri Napoli, staðfestir þetta og má því búast við vendingum í málefnum leikmannsins á næstunni.
Kvaratskhelia er sagður á leið til Paris Saint-Germain og mun hann skrifa undir fimm ára samning sem er 4-5 sinnum stærri en núgildandi samningur hjá Napoli.
Georgíumaðurinn er samningsbundinn Napoli til 2027 og er talið að hann kosti tæpar 70 milljónir punda.
Kvaratskhelia hafði einnig verið orðaður við Real Madrid og Liverpool en hann virðist vera á leið til Parísar.
🚨🔴🔵 Paris Saint-Germain have agreed every term of Khvicha Kvaratskhelia’s contract for the next five years.
The salary will be x4/5 his current one at Napoli.
PSG are in negotiations with Napoli, as revealed here two days ago…
…new meeting next week to get it done. pic.twitter.com/fEQE8ccmU9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2025