Hákon Rafn Valdimarsson stóð í marki Brentford í dag sem spilaði við Plymouth í enska bikarnum.
Brentford fékk heimaleik í dag en tapaði viðureigninni mjög óvænt 1-0 en var þó 71 prósent með boltann.
Brentford var alls ekki með sitt aðallið inni á vellinum en Guðlaugur Victor Pálsson fagnaði sigri í viðureigninni en hann lék í vörn gestaliðsins í sigrinum.
Hin úrvalsdeildarfélögin stóðu fyrir sínu en Chelsea vann öruggan 5-0 sigur á Morecambe og þá skoraði Leicester sex mörk í 6-2 sigri á QPR.
Brighton vann Norwich 4-0, Nottingham Forest lagði Luton 2-0 og þá vann Bournemouth sannfærandi 5-1 heimasigur gegn WBA eftir að hafa lent marki undir.