Barcelona ætlar að gera allt til að reyna að semja við leikmanninn Marcus Rashford sem er líklega á förum frá Manchester United.
Frá þessu greinir spænski miðillinn Sport en Rashford er sjálfur að leitast eftir því að yfirgefa enska félagið.
Sport segir að Barcelona geti skráð Rashford í leikmannahópinn í janúar þrátt fyrir ákveðin fjárhagsvandræði og að um lánssamning væri að ræða.
Spænsku risarnir vilja fá Rashford á láni þar til 30. júní en talið er að hann muni kveðja Manchester allavega í bili í janúar.
Barcelona ætlar að selja leikmenn í janúar til að fá fjármagn fyrir frekari kaup eða lán enEric Garcia, Ronald Araujo og Ansu Fati eru allir til sölu.