Miðjumaðurinn Jorginho virðist vera búinn að finna sér nýtt heimili samkvæmt heimildum ESPN.
Jorginho er á mála hjá Arsenal á Englandi en er í varahlutverki þar eftir dvöl hjá grönnunum í Chelsea.
Umboðsmaður Jorginho, Joao Santos, er sagður vera kominn langt á veg í viðræðum við brasilíska félagið Palmeiras.
Arsenal er ekki með tilboð í höndunum þessa stundina og gæti Palmeiras mögulega beðið þar til í sumar.
Jorginho verður samningslaus eftir tímabilið og eru litlar líkur á að þessi 33 ára gamli leikmaður sé á förum í janúar.