Amad Diallo skrifaði í fyrradag undir nýjan langtímasamning við Manchester United. Er hann himinnlifandi með samninginn.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn liðsins, en Amad hefur verið einn af ljósu punktunum á þessari leiktíð. Fyrri samningur hans var að renna út eftir þessa leiktíð.
Áhugi var frá öðrum liðum en það var alltaf í forgangi hjá Amad að endurnýja samning sinn á Old Trafford.
„Ég vil vera hér í mörg, mörg ár til viðbótar, ekki bara þessi fimm ár heldur allt líf mitt jafnvel,“ segir Amad um nýjan samning.
Amad gekk í raðir United frá Atalanta árið 2021 en hefur síðan farið á lán til bæði Rangers og Sunderland.