Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að hann sé hrifinn af varnarmanninum Marc Guehi sem er uppalinn hjá félaginu.
Guehi er orðaður við endurkomu þessa dagana en hann spilar með Crystal Palace og enska landsliðinu.
Talið er að Chelsea vilji fá Guehi í sínar raðir í janúar en Maresca vildi lítið staðfesta á þessum blaðamannafundi.
,,Það eina sem ég get sagt er að Marc Guehi er leikmaður Crystal Palace. Ég er hrifinn af Marc, það er engin spurning en hann er ekki í okkar liði,“ sagði Maresca.
,,Ég er líka hrifinn af okkar miðvörðum og öðrum sem spila á Ítalíu, á Spáni eða í Frakklandi. Það þýðir ekki að við ætlum að kaupa leikmanninn.“