Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni var á dögunum handtekinn á æfingu, grunaður um að hafa tekið upp kynlífsmyndband án samþykkis.
The Sun fjallar um málið, en þar kemur einnig fram að liðsfélagar hans hafi verið steinhissa er maðurinn sem um ræðir var leiddur í burtu af lögreglu. Héldu þeir jafnvel að um grín væri að ræða.
Við tók sex klukkustunda yfirheyrsla og segir í frétt enska blaðsins að tveir símar hafi verið teknir til rannsóknar í tengslum við málið.
Manninum var síðar sleppt vegna skorts á sönnunargögnum og mætti til æfinga í gær. Gæti hann tekið þátt í 3. umferð ensku bikarkeppninnar með sínu liði um helgina.
Leikmaðurinn er á þrítugsaldri og neitar félag hans að tjá sig um málið.