Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að Kyle Walker hafi beðið um sölu frá félaginu.
,,Fyrir tveimur dögum þá bað Kyle um að fá að skoða það að spila erlendis og enda hans dvöl hér,“ sagði Guardiola.
Walker var ekki í hóp í dag er City spilaði við Salford í enska bikarnum og vann öruggan 8-0 sigur.
Um er að ræða 34 ára gamlan bakvörð sem hefur spilað með City undanfarin átta ár en hann var áður á mála hjá Tottenham.
Allar líkur eru á að Walker sé að skrifa undir hjá félagi í Sádi Arabíu.