Vinicius Junior, stjarna Real Madrid, ætlar að gera það sama og liðsfélagi sinn Kylian Mbappe gerði á síðasta ári.
Frá þessu greinir ESPN en Vinicius er talinn vera einn besti fótboltamaður heims og hefur fengið vel borgað undanfarin ár.
Mbappe er franskur og kom til Real í sumar en hann keypti nýlega liðið Caen í Frakklandi sem spilar í næst efstu deild.
Vinicius ætlar að gera það sama en hann vill eignast lið í portúgölsku 2. deildinni – nafn liðsins er ekki gefið upp.
Það eru 18 lið í næst efstu deild Portúgals og einnig B lið Benfica og Porto sem eru stærstu félög landsins.