Miðvörðurinn efnilegi Abdukodir Khusanov er að ganga í raðir Manchester City frá Lens í Frakklandi.
Þetta staðfestir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en Khusanov er aðeins 20 ára gamall og er mikið efni.
Talið er að City borgi um 50 milljónir punda fyrir leikmanninn og er Lens búið að samþykkja það kauptilboð.
Khusanov kemur til með að hjálpa vörn City á tímabilinu og er líklegt að hann fái margar mínútur í Manchester.
Khusanov kemur frá Úsbekistan en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Lens og spilað 24 deildarleiki.