Arsenal á von á ansi góðri upphæð frá austurríska félaginu Sturm Graz en frá þessu greinir enski miðillinn Standard.
Það er vegna leikmanns sem ber nafnið Mika Biereth og var seldur frá enska félaginu fyrir fjórar milljónir punda í sumar.
Um er að ræða 21 árs gamlan danskan sóknarmann sem hefur skorað 14 mörk í 25 leikjum í vetur.
Monaco í frönsku úrvalsdeildinni er nú að kaupa Biereth á allt að 13 milljónir punda og fær Arsenal góðan gróða af þeirri sölu.
Daninn fékk aldrei tækifæri með aðlliði Arsenal en hefur undanfarin tvö ár staðið sig mjög vel í Austurríki.