fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
433Sport

Akureyringar baunuðu á Hrafnkel í einkaskilaboðum – „Hvað ertu að segja?“

433
Laugardaginn 11. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður á handbolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Bjarki er að sjálfsögðu á leið á HM með Strákunum okkar og fór hann um víðan völl í þættinum. Algengt er að handboltamenn hiti upp á æfingum með því að fara í fótbolta og var Bjarki spurður að því hverjir sköruðu fram úr þar.

„Við erum með marga mjög góða. Aron (Pálmarsson) er með svakalegt „touch“ en hann er bara of mikill skrokkur stundum. Hann er meira öðrum megin á vellinum, en frábær í fótbolta,“ sagði Bjarki.

video
play-sharp-fill

„Ég ætla að gefa Janusi Daða þetta. Hann er einhvern veginn samanrekinn, með svaðalegar mjaðmir og góður að stíga menn út. Viktor Gísli gæti verið miðvörðu í fótbolta. Hann myndi ekki tapa skallaeinvígi og góður á boltanum.“

Óðinn Þór Ríkharðsson er sá slakasti að mati Bjarka. „Hann er það slakur að við settum hann í markið,“ sagði hann léttur.

Hrafnkell þjálfaði Óðinn í yngri flokkum í fótbolta um skeið og kom honum á óvart þegar hann frétti að kappinn væri ekki í miklum metum á meðal handboltamanna þegar kemur að knattspyrnulegri getu.

„Ég sagði einhvern tímann í Dr. Football að hann væri góður og skilaboðin sem ég fékk frá KA-mönnum voru rosaleg. Bara: Hvað ertu að segja? Hann er ömurlegur,“ sagði Hrafnkell, en Óðinn lék um tíma með KA hér heima.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mjög vandræðalegt augnablik í Liverpool – Enginn vissi að hann væri að fá sparkið

Mjög vandræðalegt augnablik í Liverpool – Enginn vissi að hann væri að fá sparkið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjög óvænt tíðindi af hjónunum heimsfrægu: Hélt framhjá og var tívegis sparkað út – Gætu nú flutt saman til Asíu

Mjög óvænt tíðindi af hjónunum heimsfrægu: Hélt framhjá og var tívegis sparkað út – Gætu nú flutt saman til Asíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fer hann til Newcastle strax í janúar?

Fer hann til Newcastle strax í janúar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Isak og Nuno bestir
433Sport
Í gær

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford
433Sport
Í gær

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað – Svona eru riðlarnir og dagskráin

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað – Svona eru riðlarnir og dagskráin
433Sport
Í gær

Skráði sig í sögubækurnar í enskum fótbolta í leik Tottenham og Liverpool

Skráði sig í sögubækurnar í enskum fótbolta í leik Tottenham og Liverpool
433Sport
Í gær

Búinn að framlengja á Old Trafford til 2030

Búinn að framlengja á Old Trafford til 2030
Hide picture