Verðmiði sóknarmannsins Omar Marmoush gæti komið í veg fyrir að hann gangi í raðir Manchester City.
Í gær var greint frá því að City væri að vinna kapphlaupið um þennan öfluga leikmann sem spilar fyrir Frankfurt.
Patrick Berger hjá Sky Sports greinir frá því að þessi 25 ára gamli leikmaður vilji fara til Englands eftir frábært tímabil í Þýskalandi.
Hann tekur hins vegar fram að Frankfurt vilji allt að 80 milljónir evra fyrir framherjann í janúarglugganum.
Það er upphæð sem gæti stöðvað City í að kaupa leikmanninn í vetur og mun félagið mögulega bíða þar til í sumar.