Arsenal hefur sett sig í samband við Manchester United vegna Marcus Rashford. Þessu heldur Missimo Marianella fram, en hann er þekktur fréttamaður á Ítalíu.
Rashford er alls ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim á Old Trafford og hefur til dæmis verið orðaður við Ítalíu, einkum AC Milan og Juventus.
Þá hefur Tottenham verið nefnt til sögunnar og nú Arsenal. Marianella segir Arsenal hafa sett sig í samband við United og sé til í að greiða 25 milljónir punda fyrir Rashford.
Rashford er sjálfur til í að fara frá United, þaðan sem hann er uppalinn, og ljóst er að áhugavert yrði að sjá hann í treyju annars liðs á Englandi.