KSÍ hefur nú fundað með þremur kandídötum sem gætu tekið við sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mætti á fund í gær og eru margir á því að hann sé líklegastur til að taka við.
Meira
Þorvaldur ræðir fundina og framhaldið – „Góðir kandídatar í að verða næsti landsliðsþjálfari“
Hinir eru Freyr Alexandersson, sem einnig er í viðræðum við stórlið Brann í Noregi, og erlendur aðili, sem ekki er nefndur á nafn sem stendur. Málið var rætt í Þungavigtinni í dag. Þar segir að Arnar hafi verið að mæta á annan fund sinn með KSÍ í tengslum við landsliðsþjálfarastarfið.
„Hann var á fundi líka á mánudaginn. Freyr er í viðræðum við Brann svo það liggur beinast við að Arnar taki við, nema menn nái ekki saman um kaup og kjör,“ segir Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.
„Svo þarf auðvitað að borga Víkingunum einhverja upphæð en KSÍ á alveg efni á því. Þetta er fínt, Arnar ætti að geta sameinað þjóðina og vonandi komið okkur á HM.“