Eins og margir vita þá hefur Sean Dyche verið rekinn frá Everton en sú ákvörðun félagsins var tilkynnt í gær.
Dyche spilaði ekki skemmtilegasta boltann við stjórnvölin hjá Everton en tókst þó að ná í stig hér og þar.
Starfsmenn Everton virtust ekki vita af þessum brottrekstri fyrr en of seint en minnst var á Dyche í leikskýrslunni fyrir leik gegn Peterborough í gær.
Það þótti ansi vandræðalegt aðeins um tveimur tímum fyrir upphafsflautið í FA bikarnum var tilkynnt um brottrekstur Dyche.
Dyche er 53 ára gamall en hann var hjá Everton frá 2023 til 2025 en var fyrir það hjá Burnley.
Dyche hafði sjálfur ekki hugmynd um að það sem hann hafði að segja fyrir leik væri það síðast sem hann myndi segja við stuðningsmenn Everton.