Domino’s í Bretlandi er mikið í því að skjóta á knattspyrnulið á samfélagsmiðlum og verður Manchester United gjarnan fyrir barðinu á þeim.
Það gerðist á ný þegar aðgangur Domino’s tók saman bestu leikmenn stóru sex liðanna svokölluðu á Englandi.
Þar má sjá bestu leikmenn hvers liðs fyrir sig, mismargir í í hverju liði.
Þegar kom að United, sem er eitt af þessum sex liðum, var hins vegar enginn á blaði, líkt og sjá má hér neðar.
„Besti leikmaður hvers liðs af stóru sex,“ segir í færslunni og meðfylgjandi mynd birtist með.
world class players at every big 6 club pic.twitter.com/SmzQ0PzW06
— Domino's Pizza UK (@Dominos_UK) January 9, 2025