Cesare Casedei gæti verið á leið í óvænt félag í janúar en frá þessu greinir blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.
Casedei er á mála hjá Chelsea á Englandi en hann fær lítið að spila þar og hefur verið orðaður við lið í næst efstu deild.
Samkvæmt Di Marzio er Napoli að undirbúa tilboð í miðjumanninn sem kom til Chelsea frá Inter Milan árið 2022.
Casedei er 21 árs gamall og gæti spilað á miðju Napoli með mönnum eins og Scott McTominay sem var hjá Manchester United í langan tíma.
Casedei hefur aðeins spilað 11 mínútur í deildinni á tímabilinu en hann vann undir Enzo Maresca, stjóra liðsins, hjá Leicester í fyrra.