Newcastle er á eftir Aaron Ramsdale, markverði Southampton, samkvæmt The Sun.
Newcastle er á höttunum eftir markverði í kjölfar brottfarar Martin Dubravka til Sádi-Arabíu. Nick Pope er aðalmarkvörður liðsins en vill félagið sækja annan markvörð einnig.
Ramsdale er hluti af liði Southampton sem virðist ætla að gjörfalla úr ensku úrvalsdeildinni. Hann er þó enn í miklum metum og ólíklegt þykir að hann færi með liðinu niður í B-deildina.
The Sun segir þá að Newcastle gæti reynt að fá Ramsdale strax í janúar í kjölfar brottfarar Dubravka.
Newcastle hefur einnig augastað á James Trafford, markverði Burnley, sem vonast þá til að halda honum ef liðið fer aftur upp í úrvalsdeildina í vor.