Vængmaðurinn öflugi Khvicha Kvaratskhelia er enn eina ferðina orðaður við Liverpool en Athletic greinir frá.
Kvaratskhelia er 23 ára gamall og spilar með Napoli en hann hefur margoft verið orðaður við enska félagið í gegnum tíðina.
Paris Saint-Germain hefur einnig verið inni í myndinni sem og Chelsea – janúarglugginn er nú opinn og gæti Georgíumaðurinn fært sig um set.
Liverpool vill styrkja sóknarlínuna í janúarglugganum þó liðið sé með nokkra öfluga leikmenn í fremstu víglínu.
Kvaratskhelia myndi kosta allt að 100 milljónir evra en hann ku sjálfur vera opinn fyrir því að færa sig til Englands.