Newcastle ætlar að losa varafyrirliða sinn í janúarglugganum en frá þessu greina nokkrir enskir miðlar.
Um er að ræða fyrrum enska landsliðsmanninn Kieran Trippier sem hefur verið í varahlutverki á tímabilinu.
Trippier er að verða 35 ára gamall en hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Newcastle.
Newcastle vill losna við Trippier sem fyrst en hann er einn allara launahæsti leikmaður félagsins.
Talið er að Trippier fái 200 þúsund pund á viku hjá Newcastle og myndi fást ódýrt í þessum glugga.