fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
433Sport

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“

433
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður voru um Gylfa Þór Sigurðsson í Stúkunni á Stöð2 Sport þar sem Arnar Grétarsson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir leikina í Bestu deildinni með Guðmundi Benediktssyni.

Gylfi Þór lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Val í gær en hann var seldur til Víkings frá Val fyrr á þessu ári.

Athygli vakti á Hlíðarenda í gær að Gylfi tók ekki vítaspyrnu Víkings, heldur fór Helgi Guðjónsson á punktinn.

„Mér finnst það skrýtið, ég trúi því ekki að Gylfi sem hefur spilað á því leveli sem hann hefur spilað vilji ekki taka víti á Hlíðarenda,“ sagði Albert Brynjar Ingason um málið.

Arnar Grétarsson var þjálfari Vals þegar félagið fékk Gylfa til landsins. „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta? Spilamennskan fram að þessum leik og hefur ekki verið sú sem ætlast er til. Það er pressa að fara þarna, það er hægt að horfa á þetta á tvo vegu. Ef hann skorar þarna þá getur það leyst eitthvað úr læðingi en þú getur líka lokað á það. Þeir hljóta að hafa verið hræddir við það.“

Gummi Ben tók þá til máls. „Gylfi er fenginn þarna til að vera maðurinn, hann er keyptur dýrum dómi. Hann hefur átt erfitt uppdráttar eins og lið Víkings í heild sinni. Það hentar ekki leik Gylfa að boltanum sé bara lyft fram.“

Arnar sem þekkir Gylfa vel svaraði þessu. „Hann er með rosalega hlaupagetu og getur varist, gæðin hans hérna hvernig hann sér leikinn. Þú vilt hafa hann hærra á vellinum, hann var langt frá markinu í þessum leik.“

Athygli vakti að Gylfi kom ekki skoti á markið í gær og átti þar að auki margar misheppnaðar sendingar sem eru ekki honum líkt. „Þegar Gylfi Þór ekki á skot á markið í leiknum þá eru þið ekki að finna hann á réttum stöðum. Eftir tuttugu mínútur var hann búinn að tapa sjö boltum.“

Arnar var hissa á leikstíl Víkings í leiknum í gær. „Mér finnst eins og í þessum leik, maður myndi ætla miðað við sögu Víkings síðustu ára. Það var eins og þeir væru hræddir við að tapa, það er þannig vibe í liðinu. Hann er geggjaður í fótbolta, þeir voru allt of passífir. Þeir fóru alltaf til baka í seinni hálfleik, þeir voru beinskeyttari í fyrri hálfleik þar sem Gylfi nýtist miklu betur. Hann þarf að komast hærra á völlinn til að nýta sína getur, ég hef trú á því með þennan mannskap að við munum sjá Gylfa betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Paul Pogba í viðræðum við áhugavert félag í Bandaríkjunum

Paul Pogba í viðræðum við áhugavert félag í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar
433Sport
Í gær

Segja að Manchester United reyni aftur í sumar

Segja að Manchester United reyni aftur í sumar