Það fór sennilega ekki framhjá mörgum að Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í gær, þó enn sé fjórum umferðum ólokið í deildinni. Liverpool, sem hefur verið afar sannfærandi í deildinni í vetur, tryggði titilinn með 5-1 sigri á Tottenham í gær og var partí á Anfield.
Það halda ansi margir Íslendingar með liðinu og mátti sjá að gleði ríkti meðal þeirra á samfélagsmiðlum í gær. Sóli Hólm er gjarnan kallaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi og hann lét sitt ekki eftir liggja í umræðunni. Skellti hann þennan hjartnæma pistil í gær:
Kæru þegnar!
Það tók mikla orku að klára samninga við lykilmenn og fyrir vikið missti ég sjónar af því að dollan væri að detta í hús. Nú er þetta komið og ég óska ykkur, kæru yndislegu þegnar, innilega til hamingju með þann tuttugasta. Þetta hefði aldrei verið hægt án ykkar!
— Sóli Hólm (@SoliHolm) April 27, 2025
Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann er grjótharður stuðningsmaður liðsins og fagnaði hann titlinum í góðum hópi á bar í gær. Sýndi hann frá því á X:
MEISTARAR !!!!! YNWA
Lang lang lang besta lið Englands pic.twitter.com/U1Lw7Uhpe1— Heiðar Austmann (@haustmann) April 27, 2025
Gísli Marteinn Baldursson, Sigmar Vilhjálmsson, Felix Bergsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir halda einnig mikið upp á Liverpool og birtu eftirfarandi færslur á samfélagsmiðla sína í gær.
Það tóku svo auðvitað mun fleiri þátt í gleðinni í gær og vert að óska stuðningsmönnum Liverpool hér á landi til hamingju með Englandsmeistaratitilinn, sem var sá tuttugasti í sögu félagsins.