Manchester United hefur áhuga á Kim Min-jae og gæti reynt að sækja hann frá Bayern Munchen í sumar.
Þetta kemur fram í þýska blaðinu Bild, en þar segir enn fremur að United hafi sýnt miðverðinum mikinn áhuga síðasta sumar. Þá tók Bayern það ekki í mál að selja hann.
Nú hefur félagið endurvakið þann áhuga, með það fyrir augum að styrkja varnarlínu sína fyrir sumarið.
Hinn 28 ára gamli Kim gekk í raðir Bayern frá Napoli fyrir síðustu leiktíð. Gæti hann söðlað um á ný í sumar, en það má búast við töluverðum breytingum á leikmannahópi United í komandi félagaskiptaglugga.