Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, myndi frekar vilja spila á móti bæði Declan Rice og Rodri en leikmanni Chelsea.
Mac Allister er þar að tala um Moises Caicedo en þeir voru saman hjá Brighton á sínum tíma áður en þeir sömdu við Liverpool og Chelsea.
Argentínumaðurinn var beðinn um að nefna sinn erfiðasta andstæðing en Rodri hjá Manchester City og Rice hjá Arsenal komust ekki á toppinn.
,,Ég deildi búningsklefa með Moi, hann var stórkostlegur leikmaður og svo sterkur líkamlega,“ sagði Mac Allister.
,,Líkamlega var erfiðast að glíma við hann. Hann var góður með og án bolta, hann er í raun fullkominn leikmaður.“
,,Ég er ekki að segja það að ég sé ekki hrifinn af Rodri, alls ekki. Hann átti Ballon d’Or skilið, hann er frábær leikmaður.“
,,Hann er þó ekki sá erfiðasti sem ég hef mætt því hann er varla á boltanum, hann gefur boltann með einni snertingu og það er erfitt að komast að honum.“