Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Heimamenn voru sterkari aðili leiksins en náðu ekki að nýta sér það.
Bæði mörk leiksins komu af vítapunktinum, Helgi Guðjónsson kom Víkingi yfir í fyrri hálfleik en Patrick Pedersen jafnaði fyrir heimamenn í þeim síðari.
Valsmenn sóttu meira en án þess þó að skapa sér mikið af dauðafærum.
Valur er með sex stig í deildinni en Víkingur er með sjö stig, Valur hefur ekki tapað leik en aðeins unnið einn og gert þrjú jafntefli.
Í hinum leik kvöldsins vann Fram mjög svo sannfærandi sigur á nýliðum Aftureldingar á heimavelli.
Kennie Chopart, Kyle McLagan og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu um að skora mörkin þrjú í 3-0 sigri Fram.
Fram er með sex stig eftir leikinn en Afturelding er með fjögur stig.