Erling Braut Haaland hefur verið duglegur að leyfa aðdáendum að fylgjast með endurhæfingu sinni undanfarið á samfélagsmiðlum, en hann er að glíma við meiðsli.
City, sem er í hörkubaráttu um Meistaradeildarsæti, hefur verið án þessa marksækna Norðmanns í undanförnum leikjum, en liðið er sem stendur í fjórða sæti.
Það er nóg að gera utan vallar hjá Haaland sem hefur sýnt frá endurhæfingu sinni, en ákvað hann aðeins að stríða aðdáendum sínum um helgina.
Birti hann þá mynd af sér sköllóttum, eða það var það sem fólk hélt í augnablik áður en það áttaði sig á því að Haaland hafði notað filter á Snapchat sem lætur mann virka sköllóttan.
Mynd af þessu fyndna athæfi er hér að neðan.