Real Betis er ekki búið að gefast upp á því að semja við vængmanninn Antony sem kom til félagsins í janúar.
Betis reyndi að semja við Manchester United á dögunum vegna Antony sem er samningsbundinn enska félaginu en er hjá því fyrrnefnda á lánssamningi.
Betis vildi fá Antony á láni í eitt tímabil til viðbótar en United hafnaði því boði og vill aðeins selja leikmanninn í sumar.
Þeir spænsku vilja alls ekki að annað félag tryggi sér þjónustu leikmannsins í sumar sem hefur staðið sig virkilega vel eftir komu í byrjun árs.
Samkvæmt Telegraph þá er Betis að undirbúa nýtt tilboð í Antony og er tilbúið að borga meira af launum leikmannsins en áður.
United er líklegt til að hafna því boði en félagið vill fá 30 milljónir punda í sumar fyrir Brasilíumanninn sem stóðst alls ekki væntingar á Old Trafford.