Enginn leikmaður Real Madrid á roð í Kylian Mbappe þegar kemur að launatölum en hann er á himinháum launum hjá félaginu.
Mbappe fær um níu milljónum evra meira en næsti maður í árslaun en sá maður er David Alaba.
Mbappe fær rúmlega 31 milljón evra í laun fyrir störf sín hjá Real og í öðru sæti er Alaba með um 22 milljónir.
Jude Bellingham situr í þriðja sæti með um 20 milljónir evra og fær nánast sömu laun og Vinicius Junior.
Ferderico Valverde klárar topp fimm listann í Madríd en hann fær þó töluvert lægri laun og þénar um 16 milljónir evra á ári.
Enginn leikmaður í aðalliði Real er á verri launum en Jesus Vallejo sem fær 1,8 milljón evra á ári.