Cole Palmer er enn og aftur í umræðunni á meðal knattspyrnuaðdáenda á Englandi sem sáu leiki gærdagsins í efstu deild.
Palmer átti alls ekki góðan dag er Chelsea mætti Everton en hann lék næstum allan leikinn er hans menn unnu 1-0 sigur.
Nicolas Jackson skoraði eina markið en Chelsea var í raun ekki of heillandi fram á við í viðureigninni.
Margir eru byrjaðir að bera Palmer saman við Jack Grealish, leikmann Manchester City, sem byrjaði vel í Manchester en illa gengur í dag.
Palmer hefur ekki skorað í 17 leikjum í röð fyrir Chelsea eftir að hafa skorað 14 mörk í fyrstu 20 leikjunum.
Englendingurinn er að eiga mjög erfitt uppdráttar en litlar líkur eru á því að hann missi sæti sitt í byrjunarliðinu.