Vestri 0 – 1 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson(’71)
Vestri tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu í dag er liðið spilaði við Breiðablik á Ísafirði.
Blikar voru að koma sér í toppsætið með 1-0 sigri en liðið hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.
Blikar eru eina liðið með níu stig en Vestri er í öðru sætinu með sjö sem er flottur árangur.
Höskuldur Gunnlaugsson gerði eina mark leiksins og þá klikkaði Tobias Thomsen úr víti á 92. mínútu.