KA vann dramatískan sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld en spilað var á Akureyri.
Fimm mörk voru skoruð í þessum leik en staðan í hálfleik var jöfn 1-1.
KA komst yfir á 63. mínútu með sjálfsmarki en þegar sjö mínútur voru eftir jafnaði FH metin með öðru sjálfsmarki.
Aðeins mínútu seinna kom sigurmark leiksins en það gerði Bjarni Aðalsteinsson og tryggði heimamönnum sigurinn.
Þetta var fyrsti sigur KA í sumar og er FH á botninum með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki.