Mate Dalmay, eigandi Fótbolta.net og körfuboltaþjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Víkingur tapaði gegn nýliðum Aftueldingar í síðustu leik í Bestu deild karla og var þetta annað tap þeirra í röð, en þeir töpuðu gegn hinum nýliðunum ÍBV í bikarnum skömmu áður.
„Ég held þeir fari þungir inn á kantmann núna, hvort sem það verði Oliver Heiðars, Birnir Snær eða Kjartan Kári. Þeir munu mæta með alvöru seðla og samninga því þeir eiga peningana til,“ sagði Hrafnkell sem telur þá braðvanta leikmann í stöðuna.
„Það verður þess virði ef þeir landa þeim stóra í haust,“ sagði Helgi.
Umræðan í heild er í spilaranum.