Raphinha, leikmaður Barcelona, verður fáanlegur fyrir 80 milljónir evra ef hann skrifa undir nýjan samning.
Þetta segir Sport á Spáni en Barcelona er að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir sinn besta mann á þessu tímabili.
Það verður kaupákvæði í þessum samningi upp á 80 milljónir evra sem er töluvert lægri upphæð en búist var við.
Lið í Sádi Arabíu munu eiga í engum erfiðleikum með að borga þessa upphæð svo eitthvað sé nefnt en Al-Hilal ku hafa áhuga.
Raphinha er samningsbundinn til 2027 í dag en mun líklega krota undir tveggja ára framlengingu.