Einn frægasti skilnaður ársins er ekki endilega endanlegur en um er að ræða samband knattspyrnustjórans Pep Guardiola við eiginkonu sína Cristina.
Þau höfðu verið saman eftir 30 ár en ákváðu að skilja í byrjun árs og hefur Guardiola samkvæmt spænskum miðlum verið miður sín vegna þess.
Nú er greint frá því að sambandið sé ekki endilega á endastöð en þau höfðu verið gift frá árinu 2014 og eiga saman börn.
Guardiola er að sjálfsögðu stjóri Manchester City og hefur ekki verið samur eftir að sambandinu lauk að sögn spænskra miðla.
Páskarnir virðast hafa hjálpað þessu fyrrum pari en Guardiola fór til Barcelona í þrjá daga og gisti í sama húsi og Cristina og börn.
El Nacional fjallar ítarlega um málið og ræddi við fjölskylduvin sem hafði þetta að segja um málið:
,,Þau voru saman í þrjár nætur í Barcelona og gistu í sama húsi. Pep yfirgaf húsið á mánudag og fór til tannlæknis og Cristina heimsótti sína tískuverslun í borginni.“
,,Þau hittust aftur í versluninni og voru saman þar í þrjá tíma áður en þau héldu heim og eyddu kvöldinu saman. Pep var svo farinn aftur til Manchester á mánudaginn.“