Andre Onana, leikmaður Manchester United, þarf að hundsa það sem er sagt á samskiptamiðlum og trúa því að hann eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Onana hefur upplifað erfiða tíma undanfarna mánuði í Manchester og hefur fengið mikið skítkast á samskiptamiðlum frá stuðningsmönnum félagsins.
Margir hafa boðið upp á rasisma og jafnvel skotið á eiginkonu og börn leikmannsins sem er 27 ára gamall.
Geremi, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að það sé ekkert í lagi þegar kemur að þessu máli og vonar að áreitið hafi ekki stór áhrif á markvörðinn sem kemur frá Kamerún.
Geremi er sjálfur frá Kamerún og er landi Onana en hann lagði skóna á hilluna árið 2011.
,,Allir leikmenn þurfa að taka gagnrýni en með Onana þá er þetta allt annað mál, þeir eru að ráðast á fjölskylduna hans,“ sagði Geremi.
,,FIFA leyfir þetta ekki og FIFA lítur niður á rasisma og móðganir. Þetta verður að hætta.“
,,Onana verður að halda áfram að trúa því að hann sé númer eitt hjá Manchester United, hann þarf að hundsa það sem kemur annars staðar frá. Hann hefur gert vel að komast á þennan stað.“