fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
433Sport

Féll en hefði verið betri kostur fyrir United en Amorim – ,,Erfitt að gera verri hluti“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. apríl 2025 18:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefði átt að halda sig við Ruud van Nistelrooy sem stjóra liðsins út tímabilið frekar en að ráða inn Ruben Amorim sem kom til félagsins í nóvember.

Gengi United hefur verið slakt undir Amorim en Van Nistelrooy var tímabundið við stjórnvölin áður en hann var ráðinn til Leicester og féll með liðinu.

Ben Foster þekkir vel til United en þessi fyrrum markvörður virðist vera lítill aðdáandi Portúgalans sem gæti verið undir pressu en á þó enn möguleika á að vinna Evrópudeildina.

,,Hefði Ruud van Nistelrooy gert betri hluti hjá Manchester United en Ruben Amorim ef hann hefði haldið áfram? Ég er nokkuð viss um það því hann var með virðinguna og það er erfitt að gera verri hluti en Amorim hefur gert hingað til,“ sagði Foster.

,,Ég er ekki viss um að Amorim sé langtíma lausnin fyrir United ef ég á að vera hreinskilinn. Hann hefur sagst ætla að spila krökkunum út tímabilið eftir leikinn gegn Lyon.“

,,Hann gefur þar í skyn að enska úrvalsdeildin skipti engu máli svo leikmenn geta slakað á aðeins á í næstu leikjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola leyfir leikmönnum City að taka við sínu hlutverki – ,,Ég elska það“

Guardiola leyfir leikmönnum City að taka við sínu hlutverki – ,,Ég elska það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan byrjuð að hitta „fallegustu konuna á TikTok“ – Var áður með liðsfélaga hans

Stjarnan byrjuð að hitta „fallegustu konuna á TikTok“ – Var áður með liðsfélaga hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt á leið í Meistaradeildina og vilja fá stórt nafn í sumar

Óvænt á leið í Meistaradeildina og vilja fá stórt nafn í sumar
433Sport
Í gær

Slot hlær að sögusögnunum – ,,Trúir þú alltaf blaðamönnum?“

Slot hlær að sögusögnunum – ,,Trúir þú alltaf blaðamönnum?“
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Englands efstur á blaði

Fyrrum landsliðsþjálfari Englands efstur á blaði
433Sport
Í gær

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“