Chelsea 1 – 0 Everton
1-0 Nicolas Jackson(’17)
Chelsea vann nauman sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Everton á Stamford Bridge.
Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Chelsea sem er í harðri baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
Nicolas Jackson skoraði loksins fyrir þá bláklæddu en hann gerði eina mark leiksins eftir 17 mínútur.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en Robert Sanchez átti þó frábæran leik í marki Chelsea og varði tvívegis meistaralega.